Ađalheiđur
- Um Ađalheiđi
- Verk
- Ferilskrá
- Greinar
- Sýningar

Arnar
- Um Arnar
- Verk
- Ferilskrá
- Greinar
- Sýningar

Brák
- Um Brák
- Verk
- Ferilskrá
- Greinar
- Sýningar

Jón Laxdal
- Um Jón
- Verk
- Ferilskrá
- Greinar

- Sýningar


 

Greinar:  40x40  |  Biđ  |  Hlutverk  |  Réttardagur  |


Réttardagur 50 sýninga röđ

Fyrir rúmum tveimur árum lagđi ég af stađ međ verkefni sem nefnist "Réttardagur 50 sýninga röđ".

Settar verđa upp 50 ólíkar sýningar víđa um heim, á tímabilinu júní 2008 til júní 2013.

Ţessi töfrum líki dagur ţegar fé er safnađ af fjalli, upphaf nýs tímabils, menning og allsnćgtir, er viđfangsefni mitt.
Verkefniđ á uppruna í mínu nánasta umhverfi ţar sem ég bý 20 metra frá Reistarárrétt í Arnarneshreppi, Eyjafirđi. Einnig er ég alin upp á Siglufirđi viđ fjárbúskap afasystur minnar á túninu heima. Viđ áttum heima ofarlega í bćnum, fyrir ofan kirkjuna alveg viđ fjallsrćtur. Sem barn fékk ég ađ hjálpa til viđ ţau störf sem fylgja búskapnum ýmist úti eđa inni.
Merkilegt hvađ fjárbúskapurinn á sér sterkar rćtur í ţjóđarsál Íslendinga. Innan um alla nýsköpun heldur sauđkindin velli.

Í dag er ég áhugamanneskja um náttúruvćna og ţjóđlega atvinnuvegi eins og búskap. Sjálf hef ég hagađ lífi mínu ţannig ađ ég lifi í sátt viđ náttúruverndarsamvisku mína. Ég flokka sorpiđ og nýti til listsköpunar margt af ţví sem fellur til á heimilinu.
Ţegar ég hóf ađ vinna ţrívíđ verk lagđi ég leiđ mína á gámasvćđiđ á Akureyri í hráefnisleit og uppskar ríkulega.
Mér líkar tilhugsunin um ađ vera hluti af heild. Setja saman skúlptúra úr timbri sem smiđir hafa sagađ niđur og jafnvel málađ, niđurrif af gömlum húsum međ sína sögu og sál, afsag frá smíđakennslu eđa sólpöllum og gefur ţetta ađ mínu mati verkunum aukna vídd.

Verkin eru ađallega timburskúlptúrar en ég vinn einnig í marga ađra miđla (myndbönd, teikningar, málverk, hljóđverk og fl. ) og stend fyrir uppákomum og gjörningum. Ýmsar myndir mannlífs hafa veriđ viđfangsefni mitt alla tíđ. Fyrst á tvívíđan flöt, en nú í seinni tíđ ţrívíđan.
Ţegar vinna mín beindist í átt ađ sauđkindinni áttađi ég mig á ţví ađ ég hafđi veriđ ađ vinna á svipuđum nótum alla tíđ. Međ ţessu verkefni gefst mér fćri á ađ koma hugsunum mínum skírar á framfćri og skođa í ţaula alla fleti Íslenskrar bćndamenningar.

Markmiđiđ er ađ sýna ( í öllu Listagilinu á Akureyri ) breiđa mynd af samfélagi sem lćtur ekki mikiđ yfir sér en er engu ađ síđur undirstađa vćnlegs lífs. Hinar ýmsu hliđar menningar sem viđ tökum sem sjálfsögđum hlut og hugum ţví ekki dags daglega ađ mikilvćgi hversdagsleikanns. Er ţađ von mín ađ sú vinna sem ég á fyrir höndum leiđi mig á óvćntar slóđir myndlistar og ţroski mig sem einstakling í samfélagi listamanna.
Ég hef gjarnan fengiđ fólk til liđs viđ mig. Fyrirlesara, tónlistarfólk, börn og unglinga, leikara, ljóđskáld og ađra myndlistamenn og mun halda ţví áfram í ţessu verkefni.
Tími verkefnisins er á milli 45 og 5tugs afmćlis míns. Ég hef frá ţví ég var 35 ára sett upp afmćlissýningar. Sú umfangsmesta var " 40 sýningar á 40 dögum " allt ólíkar sýningar settar upp í 14. löndum.

Nú ţegar hef ég sett upp 23. sýningar í verkefninu í samvinnu viđ ýmsa ađila.

2008
Reistarárrétt, Arnarneshreppi - Réttardagur. Í samstarfi viđ Jónínu Sverrisdóttur Klćđskera, Önnu Gunnarsdóttur textillistakonu, Jan Voss (Ţýskur listamađur), nemendur Ţelamerkurskóla, Hönnu Hlíf textillistakonu, Dieter Roth akademíuna, Fiskbúđ siglufjarđar,Miriam Blekkenhorst (hljóđupptaka), Arnar ómarsson og Kalda, bjórverksmiđjuna.
Safnasafniđ á Svalbarđsströnd - Réttardagur. Í samvinnu viđ Níels Hafstein og Miriam Blekkenhorst (hljóđupptaka).
Kind/sheep, Hellnar Snćfellsnesi. Myndband gert í samvinnu viđ DRA.
Glerártorg, Akureyri - Sláturtíđ. Unniđ inn í hönnunarverk Peter J. Lassen.
Réttarkaffi, Freyjulundi, 601 Akureyri. Í samvinnu viđ Arnfinnu Björnsdóttur,Jón Laxdal, Ţórey Ómarsdóttur, Valgerđi Dögg Jónsdóttur, Sigrúnu Höskuldsdóttur, Kolbrúnu Jónsdóttur og Maríu Jónsdóttur.
Ađventa í Freyjulundi, 601 Akureyri. Í samstarfi viđ Jón Laxdal, Jan Voss og Brák Jónsdóttur.

2009
Boekie Woekie, Amsterdam, Hollandi - Innmatur.
Gallerí Box, 601 Akureyri - Á fóđrum. Samsýning félaga Myndlistafélagsins.
Bókabúđin/Verkefnarými, Seyđisfirđi - Sauđburđur. Í samstarfi viđ Miriam Blekkenhorst (hljóđupptaka).
Laugavegurinn, 101 Reykjavík - Mađur, hundur, kind. Í samvinnu viđ Start Art.
Veggverk, 601 Akureyri - Tvílembd ćr undir barđi. Í samstarfi viđ Ţórey Ómarsdóttur, Brák Jónsdóttur, Margréti Guđbrandsdóttur, Jón Laxdal og Ómar Guđmundsson.
Verksmiđjan, Hjalteyri - Á fjalli. Í samstarfi viđ Oddu Júlíu Snorradóttur ( söngur ).
Réttarkaffi, Freyjulundi, 601 Akureyri. Í samvinnu viđ Arnfinnu Björnsdóttur, Jón Laxdal, Ţórey Ómarsdóttur, Snorra Arnaldsson, Valgerđi Dögg Jónsdóttur, Uglu Snorradóttur, Brák Jónsdóttur, Margréti Guđbrandsdóttur, Maríu Jónsdóttur og Auđi Helenu Hinnriksdóttur.
Kunstraum Wohnraum, 601 Akueyri - Fjölskyldan/sláturgerđ. Í samvinnu viđ sýningargesti og fjölskylduna Ásabyggđ 2. 601 Akureyri.
Ottebeck Arcitekten, Stuttgart, Ţýskaland. - Á kindagötu. Samsýning Dieter Roth akademíunnar. Gjörningur " Á fóđrum" í samvinnu viđ DRA.
Camberwell College of Arts, London, Listasmiđja međ nemendum og sýning.
Ađventa í Freyjulundi. Opiđ hús og uppákomur um helgar. Međ ţátttöku heimilisfólks.

Sýningar 2010.
Feb. - Samsýning í kassa, York Bretland, Verkefni, Steingrímur Eyfjörđ.
Maí - Nútímalist, Skólavörđustíg 3. Reykjavík. einkasýning
Júní - Verksmiđjan á Hjalteyri, samsýning og ráđstefna Dieter Roth akademíunnar.
21. júní - Mirijam Blekkenhorst, Langanes.
23. júni - Hannes Boy, Siglufjörđur.
10. júlí - Safnasafniđ Svalbarđsströnd, Verkefni, Níels Hafstein. Listveisla 1.
16. - 19. júlí - Vinafundur í Freyjulundi. Menningarhátíđ til heiđurs Jóni Laxdal sextugum
11. Sept. Réttarkaffi, Freyjulundi, 601 Akureyri.
16.okt. - Sláturhúsiđ, Egilsstöđum.
20. okt - Big wheel studios, Vordingborg, Danmörku. Samstarf viđ Kristján Ingimarsson.
Des. Ađventa í Freyjulundi.