|
Jón Laxdal og Arnar Ómarsson sýna á Freyjusýningu
laugardagur, 11. júlí 2009 | freyjulundur
 Jón Laxdal Halldórsson
 Arnar Ómarsson, Pauline Richard, Sean Millington
Freyjumyndir
Á Akureyri í sumar verður samsýning eyfirsks listafólks þar sem þemað er Freyjumyndir og er hún hluti af viðburðaröðinni Vitið þér enn – eða hvað? sem haldin er á vegum Mardallar – félags um menningararf kvenna. Viðburðaröðin hefst 24.maí 2009 og hápunktur hennar verður fjölþjóðleg ráðstefna í Hofi Menningarhúsi á sumarsólstöðum 2010.
Hugmyndin að sýningunni er að Freyjurnar skjóti upp kollinum víðsvegar um bæinn.
Þær eiga að koma hljóðlaust inn á sumarsólstöðum 2009 og hverfa hljóðlaust á haustjafndægrum 2009. Engin formleg sýningaropnun verður, né lokun.
Sýningarstaðir:
- Anna Gunnarsdóttir - Verkið er samsett í þremur hlutum : nr 1 á vinnustofunni Svartfugl og Hvítspóa Brekkugötu 3a nr 2 á Fæðingardeild FSA nr 3 á Heilsugæslustöðinni 4 hæð.
- Listahópurinn PALS (Arnar Ómarsson, Pauline Richard, Sean Millington), Við Þórunnarstræti 104.
- Bryndís Kondrup - Flugstöð (flugvellinum)
- Dagrún Matthíasdóttir - Landsbankinn, Ráðhústorgi
- Erika Lind Isaksen - Ketilhúsið skrifstofuveggur Listagil.
- Georg Hollanders, Ívar Hollanders og Viktor Hollanders, Litli-Hvammur í Eyjafjarðarsveit, fyrsti bær sunnan við Flugvöllinn/Kjarnaskóg. Verkið verður í litlu mýrarlautinni norðan og neðan við bæinn.
- G. Hadda Bjarnadóttir - í grænu brekkunni við Barmahlíð á móti Sunnuhlíð.
- Guðbjörg Ringsted - Mímósa blómabúð á Glerártorgi.
- Guðný Kristmanns - í matsal, Rósagarðurinn/Hótel KEA.
- Guðrún Pálína Guðmundsdóttir - Gallerí+, Brekkugötu 35 útiveggur.
- Hallgrímur Ingólfsson - Norræna upplýsingastofan Kaupvangsstræti, (sami inngangur og í Deigluna)
- Hanna Hlíf Bjarnadóttir - Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, fæðingadeild. Opið á heimsóknartímum.
- Hjördís Frímann - Flugstöð (flugvellinum)
- Hlynur Hallsson - Flugstöð (flugvellinum)
- Hrefna Harðardóttir - Sundlaug Akureyrar, kaffistofa
- Jón Laxdal - Frúin í Hamborg, Hafnarstræti
- Laufey Pálsdóttir - Abaco, heilsulind
- Ólafur Sveinsson - Penninn/Bókval, Hafnarstræti
- Sigríður Ágústsdóttir - Amtsbókasafnið Akureyri
- Sveinbjörg Hallgrímsdóttir - í Svartfugl og Hvítspóa Brekkugötu 3a og Hár og Heilsa, Geislagötu 14.
- Sunna Valgerðardóttir - verk í gluggum og inni í AkureyrarAkademíunni (gamla Húsmæðraskólanum) Þórunnarstræti. - Kristján Pétur Sigurðsson - fyrir utan Populus Tremula, Kaupvangsstræti.
- Ragnheiður Þórsdóttir - Gallerí Stóllinn, Kaupvangsstræti
- Rósa Júlíusdóttir - í heimilisgarðinum, Birkilundi 9.
- Þórarinn Blöndal - Laxdalshús, opið um helgar 14-17.
- Þorsteinn Gíslason (Steini) - Þrjú hnit eru gefin eftir GPS staðsetningartæki, það eru staðir á Akureyri þar sem hægt er að vera einn með sjálfum sér og náttúrunni þótt þeir séu í þéttbýli.
|
freyjulundur ritaði, laugardagur, 11. júlí 2009
klukkan 09:07
|
................................................................ |
|
|
Gjörningar í Verksmiðjunni.
laugardagur, 11. júlí 2009 | freyjulundur
Í gærkveldi 10. júlí var spunaveisla í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Fram komu Joris Rademaker, Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Helgi Svavar Helgason, Davíð Þór Jónsson og Ásdís Sif Gunnarsdóttir.
Er þetta í fyrsta sinn sem frændsystkinin Aðalheiður og Helgi Svavar koma fram saman og mun líklega verða framhald á því.
|
freyjulundur ritaði, laugardagur, 11. júlí 2009
klukkan 08:58
|
................................................................ |
|
|
Veggverk á Akureyri.
þriðjudagur, 30. júní 2009 | freyjulundur


Tvílembd ær undir barði. Veggverk, Akureyri. 4. júlí – 23 ágúst.
Réttardagur 50 sýninga röð. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.
Um þessar mundir er ár síðan Aðalheiður S Eysteinsdóttir lagði af stað með 50 sýninga verkefni til 5 ára, sem ber yfirskriftina Réttardagur.
Áætlað er að setja upp 50 sýningar víða um heim með lokasýningu í Listagilinu á Akureyri í júní 2013.
Sýningarnar fjalla allar á einhvern hátt um menninguna sem hlýst af sauðkindinni, afurðum eða ásjónu. Oft eru aðrir listamenn kallaðir til sem gefa víðara sjónarhorn á verkefnið.
“ Tvílembd ær undir barði “ er heiti þessa veggverks sem Aðalheiður sýnir nú, og er þetta 10. Sýningin í röðinni.
Áður hefur hún fjallað um réttina, slátrun, innmat, kind á fóðrum og sauðburð sem stendur yfir á Seyðisfirði.
Hægt er að fylgjast með verkefninu á heimasíðunni www.freyjulundur.is
|
freyjulundur ritaði, þriðjudagur, 30. júní 2009
klukkan 15:11
|
................................................................ |
|
|
Arnar sýnir í London
miðvikudagur, 24. júní 2009 | Freyjulundur
 Arnar opnaði sýningu með fjórum bekkjarfélögum sínum í gær. Sýningin var í gallerý rými á kaffihúsi í hverfinu þar sem hann býr í suður London. Hann sýndi ljósmyndir sem hann tók með appelsínu sem hann hafði breytt í pinhole myndavél. Sýnishorn af myndmyndunum má sjá á blogginu hans sem er www.arnarphotography.wordpress.com. - Arnar had a group exhibition with four of his class mates yesterday and today. It was in a exhibition space in a pub/café in south London, where he lives now. He exhibited photographs taken with oranges that he turned into pinhole cameras. Preview of the images are on his blog, www.arnarphotography.wordpress.com.
|
Freyjulundur ritaði, miðvikudagur, 24. júní 2009
klukkan 23:09
|
................................................................ |
|
|
Aðalheiður á Seyði
fimmtudagur, 18. júní 2009 | Freyjulundur

Skaftfell - miðstöð myndlistar á Austurlandi býður til hátíðar dagskrár í Skaftfelli laugardaginn 20. júní kl. 16:00 Opnaðar verða tvær nýjar sýningar, menningar dagskrá Á Seyði 2009 verður kynnt og Létt á bárunni taka lagið.
On saturday 20. June two exhibitions will be opened in Skaftfell – Center of Visual Art. The exhibitions are part of OnGoing, program of cultural events in Seyðisfjörður, they will open at 4pm and the band 'Létt á bárunni' play.
Kristján Steingrímur Jónsson 20.06.09 - 31.08.09 Aðalsalur Skaftfells
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir Sauðburður / Lambing season 20.06.09 - 09.07.09 Bókabúðin - verkefnarými Skaftfells / Bookshop - project space Réttardagur 50 sýninga röð / Sheepfold day – a series of 50 exhibitions
Léttar veitingar í boði
Skaftfell miðstöð myndlistar á Austurlandi - Austurvegi 42 - Seyðisfirði - www.skaftfell.is - s. 472 1632
|
Freyjulundur ritaði, fimmtudagur, 18. júní 2009
klukkan 18:20
|
................................................................ |
|
|
Karlinn í tunglinu
mánudagur, 8. júní 2009 | freyjulundur
Laugardaginn 13. júní verður menningarhátíðin Karlinn í tunglinu á Seyðisfirði. Þar gefst leik- og grunnskólabörnum í fylgd forledra, færi á að vinna með listamönnum. Pétur Kristjánsson á Seyðisfirði er sjálfur karlinn í tunglinu og hefur hann fengið listafólk til liðs við sig með fjölbreyttar listasmiðjur. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir hefur verið fastur gestur á þessum skemmtilega menningardegi barna síðastliðin 9 ár og mun ekki láta sig vanta í þetta skiptið. Hátíðin fer fram í og við fjölnotahúsið Herðubreið á Seyðisfirði og hefst dagskráin kl. 10.00. Allir velkomnir.
|
freyjulundur ritaði, mánudagur, 8. júní 2009
klukkan 14:24
|
................................................................ |
|
|
| |