|
Hanner boy café
fimmtudagur, 8. júlí 2010 | freyjulundur
Föstudaginn 9. júlí kl. 17.00 opnar Aðalheiður 22. sýninguna í sýningarröðinni
Réttardagur 50 sýninga röð.
Sýningin nefnist Kaupstaðarferð og er sett upp í nýju og glæsilegu veitingahúsi á Siglufirði sem heitir Hannes boy café.
Sýningin stendur til 30. ágúst.
|
freyjulundur ritaði, fimmtudagur, 8. júlí 2010
klukkan 07:16
|
................................................................ |
|
|
SAFNASAFNIÐ - ÍSLENSK ALÞÝÐULIST
fimmtudagur, 8. júlí 2010 | freyjulundur
Íslenskur safnadagur 11. júlí 2010 Opnun kl. 14.00-16.00 í Norðursölum, 2. hæð
Listveisla 1, 2010, fjölfeldi í 50 eintökum, 22 listaverk í hirslu © hugmynd: Níels Hafstein; höfundar verka Útgefandi: Safnasafnið, 2010 Gestgjafi: Magnhildur Sigurðardóttir
Umsjón: Harpa Björnsdóttir, Níels Hafstein Styrkveitendur: Hlaðvarpinn, Menningarsjóður kvenna, Menningarráð Eyþings og Rarik
Höfundar: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Andrea Maack, Anna Hallin, Anna Líndal, Arna Valsdóttir, Ásta Ólafsdóttir, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Erla Þórarinsdóttir, Elsa Dórothea Gísladóttir, Gjörningaklúbburinn, Guðbjörg Ringsted, Harpa Björnsdóttir (hirsla), Hekla Dögg Jónsdóttir, Hildigunnur Birgisdóttir, Magnhildur Sigurðardóttir, Olga Bergmann, Ólöf Nordal, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ragnhildur Stefánsdóttir, Rúrí, Sigríður Ágústsdóttir, Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, Þórdís Alda Sigurðardóttir
Upplýsingar eru veittar í síma 4614066 / sjá líka: www.safnasafnid.is (Vefsýningar)
|
freyjulundur ritaði, fimmtudagur, 8. júlí 2010
klukkan 07:10
|
................................................................ |
|
|
Jón opnar í JV
þriðjudagur, 29. júní 2010 | Freyjulundur
Laugardaginn 3 júlí kl. 15.00 opnar Jón Laxdal sýningu í Jónas Viðar Gallery í listagilinu á Akureyri
Jón Laxdal Halldórsson er fæddur á Akureyri 1950. Hann nam heimspeki við Háskóla Íslands hjá Páli Skúlasyni og Þorsteini Gylfasyni þegar þeir voru að hefja heimspekikennslu þar við skólann. Jón er sjálfmenntaður myndlistarmaður og var útnefndur Bæjarlistamður Akureyrar árið 1993. Hann átti bæði hlut að rekstri Rauða hússins á Akureyri og var einn þeirra sem hófu Listagilið til vegs og virðingar. Jón hefur haldið eða tekið þátt í um 40 myndlistarsýningum á Akureyri, í Reykjavík og erlendis. Verk hans eru einkum collage-myndir með upplímdum texta, letri og myndum. Hráefnið er einkum dagblöð og hefur það nokkuð með verkin að segja hvaða blöð liggja til grundvallar. Þannig eru sumar myndraðir unnar alfarið úr sama blaðabunkanum og bera þá keim af stjórnmálabaráttu og málflutningi þess tíma ekki síður en stíl og prenttækni. Í sýningarskrá sem gefin var út 2008 í tilefni af einksýningu Jóns í Listasafninu á Akureyri segir m.a.: “Verk Jóns hafa þróast mikið þann rúma aldarfjórðung sem hann hefur fengist við þau. Smátt og smátt hafa þau hneigst til einföldunar og hugmyndir að baki hverju verki eða hverri myndröð eru skýrari. Lógísk úrvinnsla hverrar hugmyndar er svo bæði umgjörð og inntak myndraðarinnar. Týpógrafísk gildi ráða að mestu í framsetningu pappírsverkanna, hlutföll flata og hliða, dálkar og notkun þeirra, samspil leturfjölskyldna, o.fl. Í langflestum verkanna er litaskalinn umfram allt prentsvertan og rauður og blár sem öldum saman hafa verið helstu litir prentara. Inntakið verður til þegar kannaðar hafa verið sem flestar leiðir í samsetningu efnisins innan þess ramma sem settur var. Þannig verða iðulega til myndraðir, mismunandi langar eftir því hver þröngum ramma hugmyndin er mótuð. Sum verkin falla undir svo víðfeðmar hugmyndir að þeim eru nánast engin takmörk sett. Slík verk geta því verið af ýmsum toga og í þeim er oft augljósari kímni en í myndröðunum þar sem framsetning er agaðri.”
Sýningin í Jónas Viðar Gallery stendur til 28.júlí og er opnunartími 13.00 til 18.00 laugardaga eða eftir samkomulagi
Vinnustofa og heimili Jóns er í Freyjulundi, 601 Akureyri. Sími: 462-4981
Myndir af verkum Jóns
|
Freyjulundur ritaði, þriðjudagur, 29. júní 2010
klukkan 18:12
|
................................................................ |
|
|
Ytra Lón og Safnasafnið
sunnudagur, 20. júní 2010 | freyjulundur
Í gær 19. júní opnaði vefsýning á verkefninu Listveisla 1 á slóðinni safnasafnid.is. Þar er á ferðinni verkefni sem Níels og Magnhildur í Safnasafninu á Svalbarðsströnd stand fyrir. Yfir 20 listakonur hafa unnið verk fyrir safnið sem setja á í öskju, eitt frá hverri, og ætlað er til styrktar Safnasafninu. Öskjurnar munu verða til sölu hjá Safnasafninu frá og með 11. júlí. Á íslenska safnadaginn 11. júlí opnar svo sýning á verkunum í Safnasafninu. Aðalheiður er þáttakandi í verkefninu.
Á morgun 21. júní er Sólstöðuhátíð á Ytra Lóni á Langanesi. Af því tilefni mun Aðalheiður setja upp sýningu sem nefnist " síðbúinn sauðburður "
Ytra Lón er gistiheimili, og hafa eigendur ákveðið að standa fyrir menningarstarfssemi í og við bæjarhúsin.
Þess má geta að húsfreyjan Mirjam Blekkenhorst tók upp kindajarmið sem Aðalheiður hefur iðulega spilað með fjársýningum sínum.
|
freyjulundur ritaði, sunnudagur, 20. júní 2010
klukkan 15:16
|
................................................................ |
|
|
DRA á Hjalteyri
föstudagur, 4. júní 2010 | Freyjulundur

Verksmiðjan á Hjalteyri hefur boðið DRA að halda sína 11. ráðstefnu og sýningu, 5. júní – 18. júlí 2010.
Hér er dagskrá fyrir fyrstu helgina:
Laugardagur 5. júní kl.14.00-17.00 opnun sýningar Dieter Roth akademíunnar. kl. 14.30 Uppákoma - Halldór Ásgeirsson - Hraunbræðsla. kl. 15.30 Uppákoma – Martin Engles - Leiklestur.
Sunnudagur 6. júní kl. 14.00 Erindi - Vilborg Dagbjartsdóttir- Kynni af Roth fjölskyldunni. kl. 15.00 Gunnhildur Hauksdóttir – uppákoma. kl. 16.00 Ráðstefna DRA.
Nánar á: www.verksmidjan.blogspot.com http://mynd.blog.is/blog/mynd/entry/1062713
Allir velkomnir!
|
Freyjulundur ritaði, föstudagur, 4. júní 2010
klukkan 00:52
|
................................................................ |
|
|
Sauðburður á Skólavörðustígnum
sunnudagur, 25. apríl 2010 | freyjulundur

Laugardaginn 1. maí kl. 15.00 opnar Aðalheiður S. Eysteinsdóttir 19. sýninguna í verkinu Réttardagur 50 sýninga röð. Að þessu sinni fjallar sýningin um sauðburð.
Fyrir tæpum tveimur árum lagði ég af stað með verkefni sem nefnist " Réttardagur 50 sýninga röð ". Settar verða upp 50 ólíkar sýningar víða um heim, á tímabilinu júní 2008 til júní 2013.



Þessi töfrum líki dagur þegar fé er safnað af fjalli, upphaf nýs tímabils, menning og allsnægtir, er viðfangsefni mitt. Verkefnið á uppruna í mínu nánasta umhverfi þar sem ég bý 20 metra frá Reistarárrétt í Arnarneshreppi, Eyjafirði. Einnig er ég alin upp á Siglufirði við fjárbúskap afasystur minnar á túninu heima. Við áttum heima ofarlega í bænum, fyrir ofan kirkjuna alveg við fjallsrætur. Sem barn fékk ég að hjálpa til við þau störf sem fylgja búskapnum ýmist úti eða inni. Merkilegt hvað fjárbúskapurinn á sér sterkar rætur í þjóðarsál Íslendinga. Innan um alla nýsköpun heldur sauðkindin velli.
Í dag er ég áhugamanneskja um náttúruvæna og þjóðlega atvinnuvegi eins og búskap. Sjálf hef ég hagað lífi mínu þannig að ég lifi í sátt við náttúruverndarsamvisku mína. Ég flokka sorpið og nýti til listsköpunar margt af því sem fellur til á heimilinu. Þegar ég hóf að vinna þrívíð verk lagði ég leið mína á gámasvæðið á Akureyri í hráefnisleit og uppskar ríkulega. Mér líkar tilhugsunin um að vera hluti af heild. Setja saman skúlptúra úr timbri sem smiðir hafa sagað niður og jafnvel málað, niðurrif af gömlum húsum með sína sögu og sál, afsag frá smíðakennslu eða sólpöllum og gefur þetta að mínu mati verkunum aukna vídd.
Verkin eru aðallega timburskúlptúrar en ég vinn einnig í marga aðra miðla (myndbönd, teikningar, málverk, hljóðverk og fl. ) og stend fyrir uppákomum og gjörningum. Ýmsar myndir mannlífs hafa verið viðfangsefni mitt alla tíð. Fyrst á tvívíðan flöt, en nú í seinni tíð þrívíðan. Þegar vinna mín beindist í átt að sauðkindinni áttaði ég mig á því að ég hafði verið að vinna á svipuðum nótum alla tíð. Með þessu verkefni gefst mér færi á að koma hugsunum mínum skírar á framfæri og skoða í þaula alla fleti Íslenskrar bændamenningar.
Markmiðið er að sýna ( í öllu Listagilinu á Akureyri ) breiða mynd af samfélagi sem lætur ekki mikið yfir sér en er engu að síður undirstaða vænlegs lífs. Hinar ýmsu hliðar menningar sem við tökum sem sjálfsögðum hlut og hugum því ekki dags daglega að mikilvægi hversdagsleikanns. Er það von mín að sú vinna sem ég á fyrir höndum leiði mig á óvæntar slóðir myndlistar og þroski mig sem einstakling í samfélagi listamanna. Ég hef gjarnan fengið fólk til liðs við mig. Fyrirlesara, tónlistarfólk, börn og unglinga, leikara, ljóðskáld og aðra myndlistamenn og mun halda því áfram í þessu verkefni. Tími verkefnisins er á milli 45 og 5tugs afmælis míns. Ég hef frá því ég var 35 ára sett upp afmælissýningar. Sú umfangsmesta var " 40 sýningar á 40 dögum " allt ólíkar sýningar settar upp í 14. löndum.
Nú þegar hef ég sett upp 18 sýningar í verkefninu í samvinnu við ýmsa aðila.
2008 Reistarárrétt, Arnarneshreppi - Réttardagur. Í samstarfi við Jónínu Sverrisdóttur Klæðskera, Önnu Gunnarsdóttur textillistakonu, Jan Voss (Þýskur listamaður), nemendur Þelamerkurskóla, Hönnu Hlíf textillistakonu, Dieter Roth akademíuna, Fiskbúð siglufjarðar,Miriam Blekkenhorst (hljóðupptaka), Arnar ómarsson og Kalda, bjórverksmiðjuna.
Safnasafnið á Svalbarðsströnd - Réttardagur. Í samvinnu við Níels Hafstein og Miriam Blekkenhorst (hljóðupptaka).
Kind/sheep, Hellnar Snæfellsnesi. Myndband gert í samvinnu við DRA.
Glerártorg, Akureyri - Sláturtíð. Unnið inn í hönnunarverk Peter J. Lassen.
Réttarkaffi, Freyjulundi, 601 Akureyri. Í samvinnu við Arnfinnu Björnsdóttur,Jón Laxdal, Þórey Ómarsdóttur, Valgerði Dögg Jónsdóttur, Sigrúnu Höskuldsdóttur, Kolbrúnu Jónsdóttur og Maríu Jónsdóttur.
Aðventa í Freyjulundi, 601 Akureyri. Í samstarfi við Jón Laxdal, Jan Voss og Brák Jónsdóttur.
2009 Boekie Woekie, Amsterdam, Hollandi - Innmatur.
Gallerí Box, 601 Akureyri - Á fóðrum. Samsýning félaga Myndlistafélagsins.
Bókabúðin/Verkefnarými, Seyðisfirði - Sauðburður. Í samstarfi við Miriam Blekkenhorst (hljóðupptaka).
Laugavegurinn, 101 Reykjavík - Maður, hundur, kind. Í samvinnu við Start Art.
Veggverk, 601 Akureyri - Tvílembd ær undir barði. Í samstarfi við Þórey Ómarsdóttur, Brák Jónsdóttur, Margréti Guðbrandsdóttur, Jón Laxdal og Ómar Guðmundsson.
Verksmiðjan, Hjalteyri - Á fjalli. Í samstarfi við Oddu Júlíu Snorradóttur ( söngur ).
Réttarkaffi, Freyjulundi, 601 Akureyri. Í samvinnu við Arnfinnu Björnsdóttur, Jón Laxdal, Þórey Ómarsdóttur, Snorra Arnaldsson, Valgerði Dögg Jónsdóttur, Uglu Snorradóttur, Brák Jónsdóttur, Margréti Guðbrandsdóttur, Maríu Jónsdóttur og Auði Helenu Hinnriksdóttur.
Kunstraum Wohnraum, 601 Akueyri - Fjölskyldan/sláturgerð. Í samvinnu við sýningargesti og fjölskylduna Ásabyggð 2. 601 Akureyri.
Ottebeck Arcitekten, Stuttgart, Þýskaland. - Á kindagötu. Samsýning Dieter Roth akademíunnar. Gjörningur " Á fóðrum" í samvinnu við DRA.
Camberwell College of Arts, London, Listasmiðja með nemendum og sýning.
Aðventa í Freyjulundi. Opið hús og uppákomur um helgar. Með þátttöku heimilisfólks.
Sýningar 2010.
Feb. - Samsýning í kassa, York Bretland, Verkefni, Steingrímur Eyfjörð.
Maí - Nútímalist, Skólavörðustíg 3. Reykjavík. einkasýning
Júní - Verksmiðjan á Hjalteyri, samsýning og ráðstefna Dieter Roth akademíunnar. 19. júní - Vefsýning, safnasafnid.is
21. júní - Ytra Lón, Langanes.
9. júlí - Hannes Boy, Siglufjörður.
11. júlí - Safnasafnið Svalbarðsströnd, Verkefni, Níels Hafstein. Listveisla 1.
Sept. Réttarkaffi, Freyjulundi, 601 Akureyri.
16.okt. Sláturhúsið, Egilsstöðum.
23. okt.- Big wheel studios, Vordingborg, Danmörku.
Des. Aðventa í Freyjulundi.
|
freyjulundur ritaði, sunnudagur, 25. apríl 2010
klukkan 20:43
|
................................................................ |
|
|
Prima danskeppnin.
laugardagur, 13. mars 2010 | freyjulundur
Í dag laugardaginn 13, mars kl 16.00 keppa Brák, Kata og Eyrún í árlegri danskeppni Prima.
Þær vinkonur hafa stundað djass dansæfingar hjá Point dansstúdió í þrjá vetur og líkað nokkuð vel.
Prima er ný danskeppni sem hóf göngu sína á síðasta ári. Þar gefst dansáhugafólki tækifæri til að sýna frumsamda dansa, og bera sig saman við dansara af öllu landinu. Sjá prima.bloggar.is
Vinkonurnar kepptu í fyrra en lentu ekki í verðlaunasæti. Nú hafa þær æft af kappi undanfarnar vikur og verður gaman að sjá árangurinn.
|
freyjulundur ritaði, laugardagur, 13. mars 2010
klukkan 09:41
|
................................................................ |
|
|
Norðanpiltar koma saman
þriðjudagur, 9. mars 2010 | Freyjulundur
Hljómsveitin Norðanpiltar kom saman eftir langt hlé til að heiðra Aðalstein Svan í fimmtugsafmælisveislu hans 6. mars síðastliðinn. Það má segja að þetta hafi verið smá æfing fyrir lengra gigg í sumar, þegar Jón verður sextugur. Meira um það síðar. Það kom í ljós að við kapparnir: Strákurinn Brandur, Digri KP og Gamli Jón höfðum litlu gleymt, reyndar ekki bætt neinu við nema grárri hærum, en þetta var gaman. Feilar voru að sönnu fjölmargir en komu ekki að sök fremur en forðum.
![3_thumb[1]](http://farm3.static.flickr.com/2453/4420121683_bf57ebf91b_o.jpg)
|
Freyjulundur ritaði, þriðjudagur, 9. mars 2010
klukkan 20:39
|
................................................................ |
|
|
| |