Tenglar / Links

-
Myndlistarfélagiđ
-
Populus Tremula
-
Safnasafniđ
-
VeggVerk
-
Listasafniđ á Akureyri
-
Kunstraum Wohnraum
-
Jónas Viđar Gallery
-
DaLí Gallery
-
galleriBOX
-
Grálist
-
Boekie Woekie
-
Dieter Roth akademy

  

Réttardagur í Safnasafninu á Svalbarđsströnd
föstudagur, 11. júlí 2008 | Freyjulundur
Laugardaginn 12.júlí kl. 14.00 opnar önnur sýning af Réttardagur 50 sýninga röđ eftir Ađalheiđi. Eins og áđur hefur komiđ fram fjallar sýningin um Íslenska menningu og sérlega sauđkindina. Í Safnasafninu eru ţau Níels Hafstein og Mirjam Blekkenhorst gestalistamenn Ađalheiđar sem flettar verk ţeirra saman viđ eigin verk.
 Freyjulundur ritađi, föstudagur, 11. júlí 2008 klukkan 22:51

................................................................


Fjölmargir sýningargestir
mánudagur, 23. júní 2008 | Freyjulundur
Um 400 manns hafa sótt sýningu Ađalheiđar " Réttardagur " sem nú stendur yfir í Reistarárrétt viđ Freyjulund. Viđbrögđin hafa veriđ sérlega jákvćđ og gestir notiđ ţess ađ skođa sýninguna í veđurblíđunni.
Ef ekki rignir nćstu daga fćr sýningin ađ standa. Áhugasamir eru hvattir til ađ nota tćkifćriđ.
Ađalheiđur ţakkar öllum sem hjálpuđu til viđ uppsetningu og gerđ " Réttardagsins"


rett07


rett06


rett05


rett04


rett03


rett02


rett01
 Freyjulundur ritađi, mánudagur, 23. júní 2008 klukkan 01:43

................................................................


Réttardagur - 50 sýninga röđ
ţriđjudagur, 17. júní 2008 | Freyjulundur
kindur

Helgina 21.- 22. Júní 2008 verđur “Réttardagur“ í Reistarárrétt viđ Freyjulund, Arnarneshreppi.

Ađalheiđur S. Eysteinsdóttir sýnir skúlptúra og lágmyndir í réttinni viđ Freyjulund undir yfirskriftinni “Réttardagur” 50 sýninga röđ.

Sýningin er sú fyrsta í röđ 50 sýninga sem settar verđa upp víđa um heim á nćstu fimm árum og fjalla um íslenska menningu.

Laugardaginn 21 júní kl 14.00 er opnum međ léttum veitingum, kl.15.00 munu gestalistamennirnir á “Réttardeginum” Anna Gunnarsdóttir, Jónína Sverrisdóttir, Jan Voss og Hanna Hlíf Bjarnadóttir sýna túlkun sína á sauđkindinni. Einnig verđur myndbandsverk DRA. sýnt, og hljóđupptaka Mirjam Blekkenhorst.

Sunnudaginn 22. Júní er opiđ frá kl 14.00 – 18.00. Sýningin mun standa fram yfir Jónsmessu eđa nćstu tvo daga ef veđur leyfir.


Undanfarin ár hef ég veriđ ađ undirbúa sýningu eđa uppákomu sem ber yfirskriftina Réttardagur. Ţessi töfrum líki dagur ţegar fé er safnađ af fjalli og rekiđ í réttir. Upphaf nýs tímabils, menning og allsnćgtir.
Verkefniđ á uppruna í mínu nánasta umhverfi ţar sem ég bý 20 metra frá Reistarárrétt í Arnarneshreppi, Eyjafirđi. Ég er alin upp á Siglufirđi ţar sem afasystir mín og mađurinn hennar stunduđu fjárbúskap á túninu heima. Viđ áttum heima ofarlega í bćnum, fyrir ofan kirkjuna alveg viđ fjallsrćtur. Sem barn fékk ég ađ hjálpa til viđ ţau störf sem fylgja búskapnum ýmist úti eđa inni.
Síđan ţá hafđi ég hvorki hugsađ sérstaklega um kindur né búskap fyrr en ég flutti nánast í réttina. Ţá fann ég hvađ ćskuminningarnar sóttu á mig og ég upplifđi réttirnar og sveitalífiđ á alveg nýjan máta. Merkilegt hvađ fjárbúskapurinn á sér sterkar rćtur í ţjóđarsál Íslendinga. Innan um alla nýsköpun heldur sauđkindin velli.
Í dag er ég áhugamanneskja um náttúruvćna og ţjóđlega atvinnuvegi eins og búskap. Sjálf hef ég hagađ lífi mínu ţannig ađ ég lifi í sátt viđ náttúruverndarsamvisku mína. Ég flokka sorpiđ mitt og nýti til listsköpunar margt af ţví sem fellur til á heimilinu. Ég nota hvorki eiturefni í listsköpun né ţrifum. Ţegar ég hóf ađ vinna ţrívíđ verk lagđi ég leiđ mína á gámasvćđiđ á Akureyri til ađ leita ađ hráefni. Ţađ kom til af peningaleysi en ekki síđur endurvinnsluhugmyndum. (Ţađ er umhugsunarefni ađ í fimmtánţúsund manna samfélagi fyllast margir gámar af húsgögnum, heimilistćkjum og timbri á hverjum degi. )
Mér líkar tilhugsunin um ađ vera hluti af heild. Ađ setja saman skúlptúra úr timbri sem smiđir hafa sagađ niđur og jafnvel málađ er skemmtilegur leikur, og gefur verkunum ađ mínu mati aukna vídd.
Ýmsar myndir mannlífs hafa veriđ viđfangsefni mitt alla tíđ. Fyrst á tvívíđan flöt, en nú í seinni tíđ ţrívíđan. Ţegar ég hef sett upp sýningar, hef ég gjarnan fengiđ allskyns fólk til liđs viđ mig. Fyrirlesara, tónlistarfólk, börn og unglinga, leikara, ljóđskáld og ađra myndlistamenn. Ţannig fć ég breiđara sjónarhorn á ţađ sem ég er ađ gera og óvćntir hlutir gerast, eins og fyrir töfra.
Á réttardaginn stefni ég einmitt saman skapandi fólki úr ýmsum greinum sem sameinast undir ţessu ţjóđlega merki.

Á “Réttardeginum” verđa til sýnis yfir 100 skúlptúrar og lágmyndir unnar á undanförnum árum.

Nćstu sýningar eru í Safnasafninu á Svalbarđsströnd,
12. Júlí kl: 14.00.
Boekie Woekie, Amsterdam, Holland, í September.

Ađalheiđur S. Eysteinsdóttir
Sími: 865-5091 / 462-4981
adalheidur@freyjulundur.is
freyjulundur.is

Menningarráđ Eyţings styrkir sýningarnar, Menntamálaráđuneytiđ, Húsasmiđjan og Ásprent/Stíll. Freyjulundur ritađi, ţriđjudagur, 17. júní 2008 klukkan 21:06

................................................................


Sunnudagur í Freyjulundi
ţriđjudagur, 17. júní 2008 | Freyjulundur
Síđastliđinn sunnudag mćttu vinir og vandamenn til ađ ađstođa viđ sauđburđinn. Ađalheiđur ţakkar Skúla, Sölva, Dóru, Kristjönu, Laufey, Ómari, Cristinu, Carolinu, Ţórey og Kidda fyrir hjálpina. 33 kindahausar voru smíđađir.


kari3


kari1


kari5


kari2
 Freyjulundur ritađi, ţriđjudagur, 17. júní 2008 klukkan 21:01

................................................................


Arnar opnar sýningu
laugardagur, 14. júní 2008 | Freyjulundur
Arnar opnar ljósmyndasýningu á Café Karólínu í dag klukkan 14:00. Sýningin ber heitiđ "Međ eigin augum" og er ţar ađ finna myndir frá ferđ hans um Íran á síđasta ári. Ţessi sýning er tilraun til ađ sýna daglegt líf í Íran međ mannlífsmyndum. Sýningin stendur til 4. júlí.
 Freyjulundur ritađi, laugardagur, 14. júní 2008 klukkan 10:57

................................................................


Dieter Roth Akademían á Snćfellsnesi
ţriđjudagur, 10. júní 2008 | Freyjulundur
Fjölskyldan í Freyjulundi sótti árlegan fund DR akademíunnar ađ ţessu sinni á Hellnum á Snćfellsnesi 5.-7.júní. Um 40 manns mćttu til ađ mynnast Dieter Roth en um ţessar mundir eru 10 ár frá ţví hann dó. Ađ venju var haldin ráđstefna til ađ ákvarđa nćsta fundarstađ og varđ Stuttgard í Ţýskalandi fyrir valinu. Ákveđiđ var ađ efna til sýningar ţar ađ ári. Ađalheiđur virkjađi međlimi DRA í myndbandsgerđ sem fjallar um sauđkindina og verđur hluti af sýningu hennar "Réttardagur". Ţađ voru fagnađarfundir og slegiđ upp veislu. Fariđ var í skođunarferđ um utanvert nesiđ.

Dieter Roth Academy meeting
Dieter Roth Academy meeting
Dieter Roth Academy meeting
 Freyjulundur ritađi, ţriđjudagur, 10. júní 2008 klukkan 20:40

................................................................


Brák dansar á laugardag
ţriđjudagur, 27. maí 2008 | Freyjulundur
Laugardaginn 31. maí tekur Brák ţátt í danssýningu í Íţróttahöllinni klukkan 18:00. Brák hefur ćft dans tvisvar í viku ţennan vetur í Piont dansstudio hjá Ţórdísi. Vinir og vandamenn eru hvattir til ađ koma. Miđaverđ er 1200 kr.- og fást miđarnir í Piont dansstudio í Sunnuhlíđ alla virka daga milli 15:30 - 19:00 og laugardaga frá 10:00 til 12:00
 Freyjulundur ritađi, ţriđjudagur, 27. maí 2008 klukkan 19:50

................................................................


Sauđburđur í Freyjulundi
ţriđjudagur, 27. maí 2008 | Freyjulundur
Laugardaginn 24. maí var sauđburđur í Freyjulundi. Ţađ var hópur valinkunna manna (Sölvi Ingólfsson, Ţórarinn Blöndal, Snorri Arnaldsson, Höskuldur Héđinsson og Stefán Pálsson) sem mćttu í sveitina og ađstođuđu Ađalheiđi viđ skúlptúrgerđina, alls 60 kindur. Bústofninn verđur hluti af sýningu Ađalheiđar í Reistarárrétt 21. -24. júní nćstkomandi sem nefnist "Réttardagur"
kind1
kind2
kind3
 Freyjulundur ritađi, ţriđjudagur, 27. maí 2008 klukkan 19:12

................................................................


Jón fćr frábćra umfjöllun
fimmtudagur, 8. maí 2008 | Freyjulundur
Sýning Jóns Laxdal í JV gallerí á Akureyri fékk fjórar stjörnur af fimm mögulegum frá gagnrýnanda morgunblađsins laugardaginn 3.maí síđastliđinn. Ţar fer Jón B.K. Ransu fögrum orđum um sýninguna sem einnig hefur hlotiđ lof annara sýningargesta.
Sýningunni líkur nú um helgina og eru ađdáendur Jóns hvattir til ađ nota tćkifćriđ og njóta.
 Freyjulundur ritađi, fimmtudagur, 8. maí 2008 klukkan 20:04

................................................................


Eldri fćrslur:  << Fyrri  1  2  3  4  5  6  7  8  9  10  11  12  13 14  Nćsta >>Knúiđ af Web Wiz Journal útgáfu 1.0